Menu
Sæt og klístruð súkkulaðikaka með karamellu

Sæt og klístruð súkkulaðikaka með karamellu

Gott er að búa karamelluna til áður en kakan er gerð. Henni er síðan hellt yfir kökuna eftir að hún hefur bakast í 15 mínútur. Við það læðist karamellan inn í kökuna og þannig verður kakan svona ljúffengt klístruð og gómsæt.

Það er bæði fallegt og bragðgott að toppa kökuna með sykurhúðuðum appelsínuberki, sjá uppskrift hér.

Innihald

12 skammtar

Karamellusósa:

smjör
púðursykur
Vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn

Klístruð og sæt súkkulaðikaka:

smjör
súkkulaði
egg
sykur
hveiti
salt
vanilludropar eða vanillusykur

Karamellusósa

  • Allt hráefni sett í pott og látið bráðna rólega saman. Þegar byrjað er að sjóða, lækkið hitann og látið sjóða í nokkrar mínútur þar til karamellan er byrjuð að þykkna.
  • Takið af hitanum og hellið yfir kökuna.
  • Karamellunni er helt yfir kökuna og kakan bökuð í 15 mínútur til viðbótar.
  • Kakan er best ef hún fær að kólna eitthvað áður en hún er borin fram og en hún er einnig dásamlega góð daginn eftir.

Sæt og klístruð súkkulaðikaka

  • Hitið ofninn í 175°C.
  • Mælið smjörið, setjið það í pott og látið það bráðna.
  • Súkkulaðið er sett saman við, potturinn tekin af hitanum og súkkulaðið látið bráðna rólega í smjörinu. Gott er að láta þessa blöndu kólna aðeins áður en eggin eru sett saman við.
  • Setjið eitt egg í einu út í súkkulaðismjörið og þeytið það saman við með handþeytara.
  • Hrærið næst sykrinum saman við og svo hveiti, salti og vanilludropum eða vanillusykri.
  • Hellið deigið í hringlaga form sem búið er að setja bökunarpappír í. Mér finnst alltaf best að tylla bökunarpappír í formin því það auðveldar allt svo mikið. Ef stærri form eru notuð, þá styttist bökunartíminn töluvert.
  • Bakið kökuna í miðjunni á ofninum og kippið henni út eftir 15 mínútur. Hellið karamellunni yfir og setjið strax aftur í ofninn og bakið áfram í um 15 mínútur.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal