Mánudagur – Fiskur í rjómaostasósu
Þriðjudagur – Tómatsúpa með ristuðum tómötum og basilíku
Fimmtudagur – Bakaður ostakubbur með eggjum
Föstudagur – Buffaló kjúklingur með blómkáli og bræddum osti
Við bjóðum að vanda upp á fjölbreytta og bragðgóða fjölskyldurétti sem smellpassa á vikumatseðilinn. Að þessu sinni mælum við með fisk í rjómaostasósu, ljómandi góðri tómatsúpu, bökuðum ostakubb og nýjum og spennandi buffaló kjúklingarétt sem kemur skemmtilega á óvart. Fyrir þau sem vilja baka um helgina er svo upplagt að skella í dýrindis sítrónu og bláberja formköku.