Mánudagur – Laxa taco með avocado og lime dressingu
Þriðjudagur – Rjómalagað hakk og pasta
Miðvikudagur – Kjúklingur í karrí
Fimmtudagur – Lúxus samloka með Dóra sterka og kalkúnabringu
Föstudagur – Pizza með sterku pepperóní og rifnum piparosti
Upp er runnin síðasta vika febrúarmánaðar og við höldum áfram að deila með ykkur uppskriftum og hugmyndum fyrir vikumatseðil fjölskyldunnar. Bolludagurinn er líka rétt handan við hornið og því tilvalið að skella í bollukaffi með nóg af rjóma um næstu helgi, því rjóminn gerir jú gott enn betra.