Menu

Valgerður Gréta Gröndal

Ég er bók­mennta­fræðing­ur og hef bloggað um mat síðan 2011. Ég var þá í fæðing­ar­or­lofi með dótt­ur mína og fannst þetta snilld­ar­hug­mynd, að taka mynd­ir af því sem ég var að elda og setja inn upp­skrift­ir með. Ég hef alltaf haft mik­inn áhuga á mat­ar­gerð og bakstri og byrjaði ung að fikta í eld­hús­inu. Ætli það sé ekki hægt að segja að ég sé ham­fara­kokk­ur? Ég læt mig hafa það að fara eft­ir upp­skrift­um í bakstri en það er bara rétt svo og yf­ir­leitt enda ég á því að breyta ein­hverju.

Það er kannski kald­hæðni fólg­in í því að birta upp­skrift­ir og fara aldrei eft­ir þeim sjálf. Í mat­ar­gerð fer ég sjaldn­ast eft­ir upp­skrift­um og hef þær kannski meira til hliðsjón­ar. Ég elska samt að lesa um mat, fletti í gegn­um upp­skrifta­bæk­ur og hef sér­stak­an áhuga á göml­um mat­reiðslu­bók­um og því eldri því betri. Mér líður best þegar ég er að vinna eitt­hvað í eld­hús­inu með góða hljóðbók í eyr­un­um. Þannig næ ég að sam­eina það sem ég hef mesta ástríðu fyr­ir, bók­mennt­ir og mat.

Upp­skriftir